top of page

Þar til fyrir örfáum árum var B2B markaðsnálgun fremur þurr og þunglamaleg, nánast “Boring-to-Boring”.

 

Ég vona að ég særi engan.

Miklu meiri þróun og hraði var lengi vel á neytendamarkaði.  Þar vildi metnaðarfullt markaðsfólk vera.

 

Þetta er allt breytt.

Til að eiga minnsta möguleika í harðri samkeppni á alþjóðlegum B2B markaði í dag, ekki síst á mörkuðum með tækni- og hugbúnaðarlausnir, dugar skammt að kaupa stórar vörumerkjaherferðir, hanna bæklinga fyrir næstu sölusýningu og glærur fyrir sölustjóra. 

Nú þurfa fyrirtæki að fjárfesta í þekkingu á innlægri markaðssetningu (e. inbound marketing) og efnisframleiðslu eins og bloggi, myndböndum, rafbókum, netnámskeiðum, hlaðvörpum, svo eitthvað sé nefnt, til að laða að viðskiptavini og mynda traust, og nýta alls kyns markaðstækni sem hefur fleygt fram að undanförnu.

Þetta er spennandi, nýr heimur sem ég ætla að fylgjast grannt með.

Það ættir þú að gera líka.

HVER ER ÉG?

Ég heiti Hans Júlíus. Flestir kalla mig Júlíus - eða Júlla. 

Í mörg ár starfaði ég að fjölbreyttum vöruþróunar- og markaðsverkefnum, ýmist sem sérfræðingur eða stjórnandi.

Í seinni tíð hef ég fundið köllun mína í strategískum textaskrifum og efnissköpun fyrir fyrirtæki, einkum á B2B markaði. Sem markaðsstjóri hjá vefstofunni Vettvangi fæ ég svo ýmis tækifæri til útrásar fyrir þetta áhugamál mitt.

Þegar ég er ekki að skrifa, lesa eða liggja yfir netnámskeiðum vil ég helst fara út að hlaupa, syngja með kórunum mínum eða eiga gæðastund með fjölskyldunni.

Julli i lit.jpg
LinkedIn%20Logo_edited.png
Untitled design (3).png
bottom of page